Fróðleikur

Helstu þættir sem líta ber til þegar hugað er að vali á varmadælu. Um fjórar megingerðir af dælum er að ræða.

I. Jarðvarmadæla (Vatn í vatn)

Jarðvarmadæla sækir orku t.d. úr jörðunni.

Jarðvarmadælur geta lækkað rafmagnsreikninginn um 70 til 85% á ári miðað við hefðbundinn búnað. Allur viðkvæmur búnaður er staðsettur innanhúss. Jarðvarmadælur nota ekki loft til orkuöflunar sem gerir þær óháðar veðri. Þær eru í mörgum tilfellum ódýrari kostur en Loft í vatn varmadælur. Afísing er óþörf og tapast því ekki orka með henni. Þessar varmadælur eru fáanlegar með neysluvatns hitakút. Þær geta tengst ofna-, gólfhita-neysluvatnskerfi og öllum þeim kerfum sem hitaveita væri annars notuð í. Betri varmadælur í þessum hópi breyta framrásarhita eftir þörfinni sem er hverju sinni og hámarka þannig sparnað.

II. Loft í vatn

Loft í vatn varmadæla

Loft í vatn varmadælurnar geta lækkað rafmagnsreikninginn um 60 til 80% á ári miðað við hefðbundinn búnað. Varmadælan er annað hvort staðsett innanhúss eða utan en það fer eftir gerð hennar. Þörf er á afísingu. Þessar varmadælur eru fáanlegar með neysluvatns hitakút. Loft í vatn varmadælur nota loft til orkuöflunar sem gerir þær háðar útihita. Þessar varmadælur geta tengst ofna-, gólfhita- eða neysluvatnskerfi og öllum þeim kerfum sem hitaveita væri annars notuð í. Betri varmadælur í þessum hópi breyta framrásarhita eftir þörfinni sem er hverju sinni og hámarka þannig sparnað.

III. Loft í loft

Loft í loft varmadæla

Loft í loft varmadælur eru þær einföldustu sem í boði eru, spara um það bil 50-65%. á ári í flestum tilfellum. Varmadælan er staðsett úti með því orkutapi sem því fylgir og þörf er á afísingu. Getur verið ódýr og góður kostur í eitt rými sem ekki hefur dreifikerfi. Loft í loft varmadælur nota loft til orkuöflunar sem gerir þær háðar veðri. Þessar varmadælur tengjast ekki ofna-, gólfhita eða neysluvatnskerfi.

IV. Útloftunarvarmadæla (Exhaust air heat pump)

Útloftunarvarmadæla

Útloftunarvarmadælur geta lækkað rafmagnsreikninginn um 60 til 80% á ári miðað við hefðbundinn búnað. Þær eru í rauninni loft í vatn varmadælur en allur búnaður er staðsettur innandyra. Varmadælurnar eru með neysluvatns hitakút og flestu öðru sem húskerfi þarf. Útloftunarvarmadælur endurnýta inniloftið áður en þær henda því köldu út úr húsinu. Þessar varmadælur geta tengst ofna-, gólfhita- eða neysluvatnskerfi.