Heim/Jarðvarmadælur

Jarðvarmadælur geta lækkað rafmagnsreikninginn um 70 til 85% á ári miðað við hefðbundinn búnað. Allur viðkvæmur búnaður er staðsettur innanhúss. Jarðvarmadælur nota ekki loft til orkuöflunar sem gerir þær óháðar veðri. Þær eru í mörgum tilfellum ódýrari kostur en Loft í vatn varmadælur. Afísing er óþörf og tapast því ekki orka með henni. Þessar varmadælur eru fáanlegar með neysluvatns hitakút. Þær geta tengst ofna-, gólfhita-neysluvatnskerfi og öllum þeim kerfum sem hitaveita væri annars notuð í. Betri varmadælur í þessum hópi breyta framrásarhita eftir þörfinni sem er hverju sinni og hámarka þannig sparnað.