Þann 3.júlí 2021 tók Fríorka á móti áhöfninni á skútunni Dagmar AAEN á Seyðisfirði. Skútan er í eigu Arved Fuchs, en hann fyrsti maðurinn til þess að ganga á bæði Norðurpólinn og Suðurpólinn á einu ári. Þetta skiptið var hann nýlagður af stað í leiðangur sem ber nafnið Ocean Change 2021 en það er fjórði hluti leiðangursins Ocean Expedition Series sem farnir hafa verið síðustu ár. Markmið þessa leiðangurs er að fylgjast með og búa til heimildir um breytingar á flóknum og viðkvæmum kerfum sem eiga sér stað vegna hlýnunar jarðar og reyna að fá betri mynd af því hvaða afleiðingar þær hafa.

Áhöfnin, ásamt starfsfólki frá Fríorku, tóku stefnuna á Hafnarhólma í Borgarfirði Eysti, en það er gestamiðstöð staðsett rétt ofan við sjávarmál í höfninni þar. Hún er hönnuð með það í huga að vera umhverfisvænt hús og falla vel inn í umhverfið. Hafnarhólmi er hitaður upp með varmadælu frá NIBE sem nýtir golfstrauminn til þess að hita upp húsið. Með því að nota varmadælu frá NIBE er stuðlað að betri orkunýtingu og minna kolefnisspori sem skiptir gríðarlegu máli þegar horft er til hnattrænnar hlýnunar.