Tveir fulltrúar frá Fríorku héldu á stærstu lagnasýningu heims í Frankfurt í lok marsmánaðar. Þar var NIBE með stærri bás en nokkru sinni fyrr. Fyrirtæki voru verðlaunuð fyrir góðan árangur á árinu 2016 og hlaut Fríorka bronsverðlaun. Forstjóri NIBE hafði á orði að velgengni Fríorku mætti líkja við árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem náði undraverðum árangri á EM í Frakklandi síðasta sumar undir stjórn Lars Lagerbäck.